Fréttir | 10. júní 2024

Eurovision-farar

Forseti á fund með fulltrúum Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Til hans var boðað í framhaldi af fundi forseta með Heru Björk Þórhallsdóttur söngkonu eftir söngvakeppnina í Malmö í Svíþjóð. Þá sem nú var rætt um samband listar og stjórnmála, orðræðu á samfélagsmiðlum og leiðir til að bæta hana, táknræn mótmæli og skyld málefni. Forseti þakkaði íslensku sveitinni auk þess þeirra framlag fyrir Íslands hönd í söngvakeppninni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar