Fréttir | 10. júní 2024

Sendiherra Svíþjóðar kveður

Forseti á kveðjufund með sendiherra Svíþjóðar, Pär Ahlberger, sem lýkur senn störfum hér á landi. Ahleberger afhenti trúnaðarbréf sitt í september 2020.

Rætt var um farsæl samskipti Íslands og Svíþjóðar í embættistíð sendiherrans, ekki síst viðburði í tilefni þess að árið 2022 voru 250 ár liðin frá því að náttúrufræðingurinn Daniel Solander hélt í rannsóknarferð til Íslands og raunar um víða veröld. Þá var rætt um framtíð norræns samstarfs og þann fjölda Íslendinga sem stundar nám og vinnu í Svíþjóð.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar