Fréttir | 22. maí 2024

Hringsjá

Forseti flytur ávarp við útskrift nemenda hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu í Reykjavík. Þann stað sækir fólk sem vill hefja nám á ný eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Árangur af starfi Hringsjár er ótvíræður. Fólki sem vinnur fyrir sér snarfjölgar og þeim fækkar að sama skapi sem þurfa að reiða sig á örorkubætur eða endurhæfingarlífeyri.

Í máli sínu óskaði forseti útskriftarnemum til hamingju með góðan árangur og verðskuldaða viðurkenningu. Hann minnti jafnframt á að þau hefðu mörg þurft að glíma við meiri áskoranir en gengur og gerist en sýnt seiglu og neitað að gefast upp. Þeirra árangur væri því afar eftirtektarverður.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar