Heimsókn til Færeyja, 17. maí 2017
-
Forsetahjón þiggja bækur að gjöf frá Urd Johannesen sem starfar við kynningu færeyskra bókmennta. -
Forseti heilsar Marjun Holm skólastjóra við komuna í skólann á Argjahamri. -
Krakkar veifa fánum í Argjahamarsskóla. -
Forseti tekur við flöskupósti sem borist hefur um langan veg frá Íslandi úr hendi fjölskyldunnar sem fann skeytið en börnin tvö eru nemendur í Argjahamarsskóla. -
Forseti bregður á leik með strákum á sparkvelli við Argjahamarsskóla. -
Færeyskir strákar hvetja forseta til dáða í markinu. -
Forsetahjón ásamt forsvarsmönnum SEV, orkuveitu Þórshafnar og nágrennis. -
Gengið frá hádegisverði í fylgd Anniku Olsen borgarstjóra. -
Forseti, forsetafrú, utanríkisráðherra og kona hans fá leiðsögn um gamla bæinn í Þórshöfn. -
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, forsetahjón og Benedikt Jónsson sendiherra fyrir utan ræðisskrifstofu Íslands í gamla bænum í Þórshöfn.