Heimsókn í Bláskógabyggð 9. júní 2017
Myndir frá opinberri heimsókn forseta til Bláskógabyggðar.
-
Forseti heilsar Helga Kjartanssyni, oddvita Bláskógabyggðar, við upphaf heimsóknar. -
Forsetahjón skoða þingvelli með leiðsögn Vilhjálms Árnasonar, formanns Þingvallanefndar, og fleiri fulltrúa þjóðgarðsins. -
Frá heimsókn forsetahjóna í Laugarvatnshella þar sem híbýli hafa verið endurgerð í fyrri mynd sinni. -
Forsetahjón ásamt Halldóri Páli Halldórssyni skólameistara við komuna að Laugarvatni. -
Forseti og forsetafrú bæða sér á nýbökuðu hverabrauði við vatnsbakka Laugarvatns. -
Slegið á létta strengi í fjósinu á Hjálmsstöðum hjá þeim Daníel Pálssyni og Ragnhildi Sævarsdóttur. -
Forseti og Óttarr Proppé heilbirgðisráðherra voru vottar við undirritun samnings milli Landlæknisembættisins og Bláskógabyggðar um Heilsueflandi samfélag í Heilsugæslunni í Laugarási. -
Forsetahjón þiggja að skilnaði gjafir frá bændunum í Friðheimum, þeim Helenu Hermundardóttur og Knúti Ármanni. -
Glæsilegar móttökur við Aratungu í Reykholti. -
Forsetahjón ásamt sveitarstjórnarmönnum Bláskógabyggðar. -
Kór og hljómsveit skólabarna úr Bláskógabyggð. -
Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, tekur við gjöf forseta til sveitarfélagsins. -
Frá hátíðarsamkomu í Aratungu á 15 ára afmæli Bláskógabyggðar.