Ríkisheimsókn til Finnlands 2018
Ríkisheimsókn forseta Íslands til Finnlands 15.-17. maí 2018.
-
Forseti Finnlands heilsar forseta Íslands við komu forsetahjóna til forsetahallarinnar. -
Börn taka á móti forsetahjónum við finnsku forsetahöllina. -
Forseti Íslands skrifar í gestabók forsetahallarinnar í Helsinki. Ljósmynd: Juhani Kandell/Skrifstofa forseta Finnlands. -
Frá einkafundi forseta Íslands og forseta Finnlands. -
Frá einkafundi forsetafrúar Íslands og forsetafrúar Finnlands. -
Fundur sendinefnda Íslands og finnsku gestgjafanna í forsetahöllinni í Helsinki. -
Forsetar Íslands og Finnlands ávarpa fréttamenn í forsetahöllinni. Ljósmynd: Juhani Kandell/Skrifstofa forseta Finnlands. -
Forseti kemur til hádegisverðar í ráðhúsi Helsinki. -
Forseti skrifar í gestabók ráðhússins í Helsinki en hjá honum standa borgarstjóri og forseti borgarstjórnar. Ljósmynd: Juhani Kandell/Skrifstofa forseta Finnlands. -
Frá borðhaldi í ráðhúsi Helsinkiborgar. Ljósmynd: Juhani Kandell/Skrifstofa forseta Finnlands. -
Forseti skrifar í gestabók finnska þjóðþingsins. -
Forseti Íslands og Paula Risikko, forseti finnska þingsins, flytja ávarp í þinghúsinu. -
Forseti ræðir við Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, í embættisbústað hans. -
Frá fundi forseta með forsætisráðherra Finnlands og sendinefndum. -
Heimsókn Elizu Reid forsetafrúar í Hönnunarsafnið í Helsinki. -
Frá heimsókn forsetafrúar í Þjóðskjalasafnið í miðborg Helsinki. -
Forseti leggur blómsveig til minningar um fallnar hetjur í Hietaniemi minningarkirkjugarðinum. -
Forsetahjón Finnlands og Íslands heilsa gestum sem koma til hátíðarkvöldverðar í forsetahöllinni. -
Forseti og forsetafrú í hátíðarkvöldverði finnsku forsetahjónanna. -
Fundur um heilbrigðistækni, haldinn af Samtökum iðnaðarins í Palace hótelinu í Helsinki. -
Forsetar Íslands og Finnlands skoða ísbrjótinn Urho. Ljósmynd: Juhani Kandell/Skrifstofa forseta Finnlands. -
Frá umræðufundi um málefni norðurslóða sem efnt var til í ísbrjótnum Urho. -
Eliza Reid forsetafrú ávarpar gesti í hádegisverði í boði Íslandsstofu. -
Gestir á umræðufundi um læsi og lestrarörvun sem forsetafrú tók þátt í og haldinn var í Hanaholmen. -
Forseti boðinn velkominn í miðstöð lífsleikniverkefnisins Me & MyCity í Espoo. -
Forseti tekur þátt í lífsleikniverkefninu Me & MyCity. -
Jukka Kola, rektor Helsinkiháskóla, kveður forseta Íslands að loknum fyrirlestri sem hann flutti í hátíðarsal skólans. -
Frá heimsókn forsetafrúar í Aalto háskólann. -
Forseti Finnlands og forsetafrú koma til móttöku forseta Íslands í Finlandia húsinu í Helsinki. -
Sauli Niinistö, forseti Finnlands, flytur ávarp í léttum dúr í Finlandia húsinu. -
Forsetahjónin hlusta ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra og konu hans á kynningu um tæknigarða Turkuborgar. -
Frá heimsókn forsetahjóna í Turku Science Park. -
Forseti ávarpar gesti í Turkuháskóla. -
Undirritun viljayfirlýsingar um samstarf Háskóla Íslands og Turkuháskóla um rannsóknir á og baráttu gegn einelti í skólum. -
Forsetahjón koma til Turkukastala og fá þar leiðsögn um staðinn. -
Forsetahjón skoða líkan af hinum forna Turkukastala ásamt borgarstjóra Turku. -
Frá hádegisverðarboði borgarstjórnarinnar í Turku. -
Forseti ávarpar gesti á samkomu í Åbo akademi í Turku. -
Félagar í Flórukórnum sem flutti íslenska tónlist í Åbo akademi háskólanum. -
Pallborðsumræður sagnfræðinga í Åbo akademi um notkun og misnotkun sagnfræðinnar. -
Frá heimsókn forsetahjóna í Marina Forum sjóminjasafnið í Turku.