Fljótsdalshérað 11.-13.9. 2018
Heimsókn til Borgarfjarðar eystra, Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps 2018.
-
Jón Þórðarson sveitarstjóri og Jakob Sigurðsson oddviti taka á móti forsetahjónum við komuna til Borgarfjarðar eystra. -
Forseti tekur við gjöf Borgfirðinga úr hendi Jakobs Sigurðssonar oddvita. -
Oddviti Borgfirðinga tekur við gjöf frá forseta. -
Frá fjölskylduskemmtun í félagsheimilinu á Borgarfirði eystra. -
Forseti ásamt ungum Borgfirðingum. -
Eliza Reid forsetafrú spjallar við gesti á samkomu í Borgarfirði. -
Forseti hittir að máli starfsmenn við nýtt þjónustuhús sem er í smíðum við höfnina í Borgarfirði eystra. -
Forsetahjón á útsýnispalli við Borgarfjörð eystra. -
Spjallað við Elísabetu Sveinsdóttur í torfbæ hennar á Borgarfirði. -
Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi, Anna Alexandersdóttir, formaður bæjarráðs, og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, taka á móti forsetahjónum á hreppamörkum í Vatnsskarði. -
Forsetahjón á útsýnisstað við Héraðsflóa. -
Forseti ávarpar gesti í félagsheimilinu Hjaltalundi. -
Íbúar í Hjaltastaðaþinghá ásamt forsetahjónum við Hjaltalund. -
Forsetahjón ásamt Heiði Vigfúsdóttur, framkvæmdastjóra Vök Baths, og Guðmundi Davíðssyni við heitaveitu Egilsstaða og Fella hjá Urriðavatni þar sem unnið er að byggingu nýs útibaðstaðar. -
Forsetahjón gæða sér á wasabi, sterku kryddi af japönskum uppruna sem ræktað er á Valgerðarstöðum. -
Forsetahjónin kveðja starfsmenn Jurtar á Valgerðarstöðum. -
Staldrað við hjá minnismerki um íþróttaafrek Vilhjálms Einarssonar skólameistara. -
Við komuna í leikskólann Tjarnarskóg. -
Forsetahjón ásamt leikskólabörnum á Egilsstöðum. -
Komið við í Fjóshorninu hjá Gunnari Jónssyni og Vigdísi Sveinbjarnardóttur, bændum í Egilsstaðabúinu. -
Forsetahjón ásamt heimafólki og gestum á Egilsstaðabúinu. -
Gjafaskipti á fjölskylduhátíð í Egilsbúð. -
Forseti heilsar upp á skólameistara og kennara Menntaskólans á Egilsstöðum. -
Forseti ávarpar nemendur á sal Menntaskólans á Egilsstöðum. -
Nemendur á sal Menntaskólans á Egilsstöðum. -
Forsetahjón ásamt Sigrúnu Hauksdóttur gæðastjóra og fleiri starfsmönnum Brúnáss innréttinga. -
Heilsað upp á starfsmenn hjá Brúnási innréttingum á Egilsstöðum. -
Forseti ávarpar dvalargesti og starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Dyngju. -
Rætt við dvalargesti í Dyngju á Egilsstöðum. -
Forsetafrú spjallar við dvalargesti í Dyngju. -
Forseti heilsar upp á börn í grunnskóla Egilsstaða. -
Forseti heilsar börnum í mötuneyti grunnskóla Egilsstaða. -
Forsetahjón í hópi grunnskólabarna á Egilsstöðum. -
Í hópi glaðværra, ungra kórmeðlima á Egilsstöðum. -
Forseti ávarpar nemendur úr yngri árgöngum grunnskóla á Egilsstöðum. -
Forsetahjón ásamt Aron Kale sem á mörg myndverk á sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. -
Forsetahjón skoða Sláturhúsið á Egilsstöðum undir leiðsögn Kristínar Amalíu Atladóttur, forstöðukonu Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. -
Frá heimsókn að Vallanesi þar sem Eygló Björk Ólafsdóttir og Eymundur Magnússon rækta bygg og margt fleira með umhverfisvænum aðferðum. -
Forsetahjónin skrifa í gestabók Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. -
Forseti spreytir sig á vinnu við vefstól á Hallormsstað. -
Forseti þiggur minjagrip frá Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. -
Kveðjustund á Hallormsstað. -
Forsetahjón ásamt Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra og Þór Þorfinnssyni skógarverði í skógrækt Skógræktar ríkisins á Hallormsstað. -
Steingrímur Karlsson segir frá safngripum í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal. -
Forsetahjón kveðja húsráðendur í Óbyggðasetrinu, þau Örnu Björg Bjarnadóttur og Steingrím Karlsson og dætur þeirra tvær. -
Forsetahjón ásamt Gunnþórunni Ingólfsdóttur, oddvita Fljótsdalshrepps, og Skúla Birni Gunnarssyni, forstöðumanni Gunnarsstofnunar. -
Forseti Íslands og Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, skiptast á gjöfum á fjölskyldusamkomu í Skriðuklaustri.