Heimsókn Danadrottningar
Íslandsheimsókn 1.12.2018. – Ljósmyndir Gunnar Vigfússon.
-
Forsetahjón heilsa Margréti Þórhildi Danadrottningu við komu hennar í Hörpu. -
Hörður Lárusson segir frá sýningu á tillögum um íslenskan fána sem fram komu fyrir hundrað árum. -
Hörður Lárusson sýningarhönnuður færir Danadrottningu fána saumaðan eftir tillögu Kristjáns X, föðurafa hennar. -
Forsetahjón ásamt Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, og Sólrúnu konu hans. -
Frá hádegisverði með Danadrottningu á Kolabrautinni í Hörpu. -
Margrét Þórhildur og forseti Íslands koma til athafnar við Stjórnarráðshúsið. -
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur ávarp við Stjórnarráðið á aldarafmæli fullveldis Íslands. -
Fjöldi áhorfenda kom saman á Lækjartorgi þó að nokkuð væri kalt í veðri og hvasst. -
Gestir fylgjast með athöfninni við Stjórnarráðið. -
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar flytur ávarp á fullveldisafmælinu. -
Á Stjórnarráðsstéttinni. -
Forseti heilsar Margréti Danadrottningu við komu hennar í Listasafn Íslands. -
Ung stúlka færir Danadrottningu blómvönd í Listasafni Íslands. -
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, segir drottningu frá safninu. -
Guðrún Nordal bókmenntafræðingur segir drottningu frá handritasýningu Listasafns Íslands. -
Margrét drottning skoðar sýningu um lífshlaup Vigdísar Finnbogadóttur í Veröld, húsi Vigdísar. -
Danadrottning spjallar við forsetahjónin og Vigdísi Finnbogadóttur. -
Frá heimsókn Margrétar drottningar í Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. -
Annette Lassen segir gestunum frá sýningu á myndverkum Karin Birgitte Lund. (Ljósmynd: ÁS). -
Frá samkomu sem efnt var til í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. -
Margrét drottning ásamt tveimur styrkhöfum og fleiri aðilum sem þátt tóku í viðburðinum í Veröld. -
Margrét drottning ásamt forseta Íslands og frú Elizu Reid á Bessastöðum. -
Forseti ávarpar gesti í kvöldverðarboði á Bessastöðum til heiðurs Margréti Danadrottningu. -
Forseti færir Danadrottningu að gjöf bók með myndum frá Íslandsheimsóknum hennar og fjölskyldu hennar á fyrri tíð. -
Gestir á hátíðarsamkomu í Hörpu. -
Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir listamenn í Eldborgarsal Hörpu. -
Margrét drottning ávarpar gesti á afmælishátíð fullveldisins í Hörpu. -
Margrét færir forseta eintak af nýrri bók með Íslandstengdum dagbókarfærslum Kristjáns X, föðurafa hennar. -
Forseti ávarpar gesti á fullveldishátíðinni í Hörpu.