Opinber heimsókn í Reykjanesbæ
Opinber heimsókn í Reykjanesbæ 2.-3. maí 2019. Ljósmyndir: Gunnar G. Vigfússon.
-
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, taka á móti forsetahjónum. -
Forsetahjónin gæða sér á þjóðlega skreyttri köku hjá Skólamat í Reykjanesbæ. -
Forseti og forsetafrú ásamt tveimur börnum á Barnamenningarhátíð í Reykjanesbæ. -
Forseti setur Barnamenningarhátíð í Duus húsum í Reykjanesbæ. -
Forsetahjón í hópi kátra krakka í Duus húsum. -
Forsetahjónin slá á létta strengi á myndlistarsýningu barna í Reykjanesbæ. -
Hlustað á ávarp forseta bæjarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjanesbæ. -
Kristján Ásmundsson skólameistari sýnir forsetahjónum leikfang, smíðað af nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. -
Forseti ávarpar nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. -
Forsetahjónin ræða við forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. -
Frá heimsókn í Dósasel í Reykjanesbæ. -
Forsetahjónin hlusta á ávarp í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. -
Litið inn á fótboltaæfingu hjá yngri flokkum í Reykjaneshöllinni. -
Frá heimsókn á æfingu fimleikaflokka í Reykjanesbæ. -
Rokksafnið í Hljómahöllinni skoðað. -
Forsetahjón ásamt bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. -
Efnileg, ung söngkona ásamt léttsveit sem lék á fjölskyldusamkomu í Stapanum. -
Forseti afhendir Jóhanni Friðrik Friðrikssyni, forseta bæjarstjórnar, gjöf til bæjarfélagsins. -
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jónína Guðjónsdóttir, eiginkona hans, og forsetahjónin í Víkingaheimum. -
Gestir í móttöku bæjarstjórnar, sem haldin var í Víkingaheimum, hlusta á ávarp forseta Íslands. -
Frá heimsókn til nýsköpunarfyrirtækja í Ásbrú. -
Forsetahjónin skoða sig um í Hæfingarstöðinni í Reykjanesbæ. -
Hjálmar Árnason ávarpar forsetahjón og aðra gesti í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. -
Forseti afhendir Hjálmari Árnasyni framkvæmdastjóra gjöf til Keilis. -
Forseti spreytir sig á flugmennsku í flughermi Keilis. -
Nemendur Háaleitisskóla ávarpaðir á sal. -
Frá heimsókn í Fjölsmiðjuna á Suðurnesjum. -
Litið inn í Bardagahöllina þar sem stúlkur voru að æfa júdó. -
Frá heimsókn í tækvandósalinn í Bardagahöllinni í Reykjanesbæ. -
Forseti ávarpar eldri borgara Reykjanesbæjar á Nesvöllum. -
Forsetafrú blandar geði við fulltrúa eldri kynslóðarinnar í Reykjanesbæ. -
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri flytur forsetahjónum kveðjuorð við lok opinberrar heimsóknar þeirra í Reykjanesbæ.