Ferð forsetahjóna til Manitoba
Manitobaferð 17.-19. maí 2019.
-
Forsetahjónin ásamt borgarfulltrúum Winnipeg og fleiri gestum við ráðhúsið í Winnipeg. -
Forseti flytur ávarp við fánaathöfn fyrir utan ráðhús Winnipegborgar. -
Forsetahjón ásamt fylgdarliði við styttu af Jóni Sigurðssyni á flötinni við þinghús Manitobafylkis. -
Forsetahjónin ásamt Janice C. Filmon, ríkisstjóra Manitoba, og eigimanni hennar. -
Forseti og forsetafrú ásamt rektor Manitobaháskóla, David T. Barnard. -
Frá heimsókn í Manitobaháskóla, að loknum fundi með lykilstjórnendum skólans. -
J.P. Buchan íslenskukennari og Janis Johnson öldungadeildarþingmaður ásamt forsetahjónum í Íslandsdeild bókasafns Manitobaháskóla. -
Útvarpsviðtal við forseta Íslands, tekið í háskólabókasafninu. -
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna: skjöl á sýningu Mannréttindasafnsins í Winnipeg. -
Forsetahjón og Stewart Wheeler, prótókollstjóri Kanada, skoða sýningu Mannréttindasafnsins í Winnipeg undir leiðsögn John Young, forstjóra safnsins. -
Forsetahjónin staldra við á efstu hæð Mannréttindasafnsins í Winnipeg. -
Forseti ávarpar afmælisráðstefnu Þjóðræknisfélaga Íslendinga í Norður-Ameríku. -
Forseti spjallar við Brian Pallister, forsætisráðherra Manitobafylkis, og Ester, konu hans, sem er af íslenskum ættum. -
Forseti ávarpar gesti á Fairmont hótelinu í Winnipeg. -
Forseti ræðir við Almar Grímsson og fleiri gesti á afmælisráðstefnu Þjóðræknisfélaganna. -
Forsetahjón ásamt Dilla Narfason við stein sem reistur var á Willow Island við Winnipegvatn til minningar um landnám Íslendinga í Vesturheimi. -
Forsetafrúin spjallar við dvalargesti á Betel heimilinu fyrir aldraða í Gimli. -
Forseti spjallar við einn dvalargesta á Betel heimilinu í Gimli. -
Minjasafn Nýja Íslands í Gimli. -
Forsetahjón skoða minjasafnið í Gimli undir leiðsögn Julianna Roberts safnvarðar. -
Forsetahjónin hlusta á óvænt einsöngsatriði í Betel dvalarheimilinu. -
Einn dvalargesta á Betel heimilinu (lengst til hægri) stendur við borð sitt og syngur Öxar við ána á íslensku til heiðurs forsetahjónum. -
Forsetahjónin við myndarlegt minnismerki um norrænan arf í Gimli. -
Engimýri, myndarleg hús og safn til minningar um arfleifð Vestur-Íslendinga. -
Forsetahjónin í Engimýri ásamt Nelson Gerrard og Joel Friðfinnsson sem báðir eru fróðleiksmenn og bændur. -
Forsetahjónin spjalla við gesti í hádegisverðarboði í Gimli. -
Forsetahjónin ásamt gestgjöfum við minnismerkið um Sigtrygg Jónasson í Riverton en hann settist að í Manitoba árið 1872, fyrstur Íslendinga. -
Frá safninu á Engimýri. -
Nelson Gerrard segir frá fjölskyldunni sem forðum bjó á Engimýri. -
Skipst á gjöfum á kveðjustund á Engimýri. -
Frá heimsókn í fuglastyttusafn Einars Vigfússonar í Arborg, Manitoba. -
First Lutheran Church í Winnipeg þar sem Þjóðræknisfélag Íslendinga í borginni var stofnað árið 1919. -
Forseti afhjúpar minningarskjöld um stofnun fyrsta íslenska þjóðræknisfélagsins í Winnipeg. -
Minningarskjöldur á First Lutheran Church í Winnipeg. -
Rætt við gesti á minningarathöfn við First Lutheran Church. -
Frá heimsókn í Norðurlandahúsið í Winnipeg. -
Stefan Jonasson prestur segir frá Íslendingaslóðum í Winnipeg. -
Forsetahjón ásamt Stefan Jonasson við elsta borgarhlið Winnipegborgar. -
Forsegi ávarpar gesti í samkvæmi í bústað aðalræðismannsins í Winnipeg. -
Forsetahjón ásamt heiðursgestum í samkvæmi aðalræðismannsins í Winnipeg.