Ríkisheimsókn Þýskalandsforseta
Heimsókn Frank-Walter Steinmeiers Þýskalandsforseta og konu hans til Íslands. Ljósmyndir: Gunnar G. Vigfússon.
-
Móttökuathöfn á Bessastöðum við komu forseta Þýskalands og forsetafrúar til Íslands. -
Forseti Íslands kynnir móttökunefnd Íslendinga fyrir forseta Þýskalands. -
Forsetarnir heilsa upp á skólakrakka sem mættir voru í móttökuathöfnina á Bessastöðum. -
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og frú Elke Büdenbender ásamt forseta Íslands og forsetafrú. -
Forseti Þýskalands kynnir sendinefnd Þjóðverja fyrir forseta Íslands. -
Forseti Íslands gefur forseta Þýskalands og forsetafrú gjafir fyrir Íslands hönd. -
Steinmeier, forseti Þýskalands, ávarpar fjölmiðlamenn á fundi á Bessastöðum. -
Frá heimsókn forsetahjónanna í gallerí Ólafs Elíassonar í Marshall húsinu. -
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar gesti í hádegisverði í Marshall húsinu. -
Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur ávarpar gesti í Marshall húsinu. -
Steinmeier, forseti Þýskalands, skrifar í gestabók í Alþingi að Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, viðstöddum. -
Frá fundi forseta Þýskalands með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. -
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur á móti forseta Þýskalands og forsetafrú í Árbæjarsafni. -
Forseti Þýskalands í sjónvarpsviðtali í Árbæjarsafni. -
Forsetahjónin þýsku og þau íslensku ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara í Hörpu. -
Forseti Íslands ávarpar gesti í hátíðarkvöldverði á Kolabrautinni í Hörpu. -
Borgarstjóri, forsætisráðherra og fleiri gestir sem sóttu hátíðarkvöldverðinn í Hörpu. -
Forstjóri og stjórnarformaður Orku náttúrunnar ávarpa gesti í Hellisheiðarvirkjun. -
Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir frá eldvirkni Íslands í Lava Centre á Hvolsvelli. -
Íslensku og þýsku forsetahjónin við Sólheimajökul. -
Forsetahjónin ásamt skólakrökkum frá Hvolsvelli sem fylgst hafa með hopun Sólheimajökuls síðustu tíu árin. -
Forseti Íslands og forsetafrú ásamt eigendum Slippsins, veitingahúss í Vestmannaeyjum. -
Forsetahjónin íslensku og þýsku ganga um Vestmannaeyjabæ í fylgd bæjarstjórans. -
Forsetahjónin ásamt áhöfn togarans Breka í Vestmannaeyjahöfn. -
Forsetahjónin ræða við þekkta íþróttakappa við Íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum. -
Slegið á létta strengi með fótboltastelpum við fótboltavöllinn hjá Herjólfsdal. -
Steinmeier, forseti Þýskalands, þiggur gjöf að skilnaði úr hendi Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. -
Þýsku forsetahjónin skoða gosminjasýninguna í Eldheimum. -
Íslensku og þýsku forsetahjónin ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra. -
Steinmeier, forseti Þýskalands, flytur ræðu í hófi til heiðurs forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, og Elizu Reid forsetafrú.