Ríkisheimsókn forseta Indlands
Heimsókn forseta Indlands og forsetafrúar 10.-11.9.2019. Ljósmyndir: Gunnar Vigfússon (nema annað sé tekið fram).
-
Forseti Indlands og forsetafrú hlusta á þjóðsöngva Íslands og Indlands ásamt íslensku forsetahjónunum. -
Forsetahjónin blanda geði við skólakrakka sem komu til Bessastaða til að fagna gestunum frá Indlandi. -
Forsetar Íslands og Indlands heilsast við upphaf ríkisheimsóknar Indlandsforseta á Bessastöðum. -
Frá einkafundi forseta Indlands og Íslands í bókhlöðunni á Bessastöðum. -
Indversku og íslensku forsetahjónin ásamt Swati, dóttur indversku hjónanna, spjalla saman í borðstofu forsetasetursins. -
Forseti Íslands sýnir indversku forsetahjónunum gjafir Íslendinga til þeirra í tilefni af ríkisheimsókninni. -
Hafberg Þórisson, forstjóri Lambhaga, segir forsetafrúnum og ungfrú Swati frá grænmetisræktun í Lambhaga. Ljósmynd: Håkon Broder Lund. -
Forsetafrúrnar og fylgdarlið hlýða á kynningu á starfsemi MS. Ljósmynd: Håkon Broder Lund. -
Forseti og forsetafrú ásamt forsetahjónum Indlands og dóttur þeirra við upphaf hátíðarkvöldverðar. -
Indversku og íslensku forsetahjónin heilsa gestum sem koma til hátíðarkvöldverðarins. -
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp við upphaf hátíðarkvöldverðarins. -
Ram Nath Kovind, forseti Indlands, flytur ávarp við upphaf hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum. -
Forsetar Íslands og Indlands hlýða á fyrirlestra á umræðufundi um viðskipti landanna. Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson. -
Indversku gestirnir ásamt íslensku forsetahjónunum í anddyri Hilton hótelsins við Suðurlandsbraut. Ljósmynd: Árni Sigurjónsson. -
Indversku og íslensku forsetahjónin ásamt ungfrú Swati á Hakinu við Þingvelli. Ljósmynd: Árni Sigurjónsson. -
Frá hádegisverði sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bauð til á Þingvöllum. Ljósmynd: Árni Sigurjónsson. -
Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir gestunum frá náttúru og sögu Þingvalla á Hakinu. -
Íslensku og indversku forsetahjónin ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra við Þingvallabæinn.