Opinber heimsókn í Snæfellsbæ
Heimsókn 30.10. 2019. Ljósmyndari: Alfons Finnsson.
-
Hilmar Már Arason skólastjóri segir frá starfi Grunnskóla Snæfellsbæjar. -
Forsetahjón, bæjarstjóri og aðrir gestir taka vel undir kynningu nemenda á átthagafræði og fleiri viðfangsefnum við skólann. -
Forseti ræðir við grunnskólanema í Ólafsvík. -
Forsetahjón ásamt hópi tvítyngdra nemenda við Grunnskólann í Snæfellsbæ. -
Frá heimsókn í leikskólann Krílakot. -
Forsetahjónin ræða við krakka í Krílakoti í Ólafsvík. -
Forsetahjónin fá kynningu á framkvæmd "Leikur að læra" verkefnisins í Krílakoti. -
Drengur sem er að æfa sig í nöfnum litanna ræðir við forseta. -
Í fiskvinnslunni Valafelli: Björn Erlingur Jónasson, Heiðar Friðriksson ("Teni"), Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Björn Hilmarsson forseti bæjarstjórnar. -
Forseti heilsar upp á einn dvalargesta á Jaðri í Ólafsvík. -
Steinn Hansson, dvalargestur á Jaðri, heilsar hér upp á forseta og bauð svo honum og frú Elizu að skoða íbúð sína þar. -
Inga Kristinsdóttir forstöðukona segir frá starfseminni á Jaðri. -
Forsetahjón ásamt einum starfsmanna á Jaðri. -
Forseti ræðir við Hilmar Björnsson sem á fyrri tíð var skipverji á vitaskipinu Hermóði. -
Forsetafrú þiggur að gjöf fallega háleista frá einum dvalargesta á Jaðri. -
Hópur dvalargesta og starfsmanna ásamt forsetahjónum og fleiri gestum á Jaðri í Ólafsvík. -
Syngjandi krakkar tóku myndarlega á móti forsetahjónum við komuna í grunnskólann á Hellissandi. -
Forsetahjón þiggja soðningu í hádegismat á Hellissandi. -
Forsetahjón ásamt Hilmar Má Arasyni skólastjóra og Elfu Ármannsdóttur aðstoðarskólastjóra og fleiri starfsmönnum í grunnskólanum á Hellissandi. -
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir forsetahjónum frá bæjarfélaginu á fundi í bæjarskrifstofunni á Hellissandi. -
Forsetahjónin ásamt bæjarstjórn og bæjarstjóra Snæfellsbæjar fyrir utan bæjarskrifona á Hellissandi. -
Frá heimsókn í KG fiskverkunina í Rifi. -
Hjálmar Kristjánsson, forstjóri KG fiskverkunar í Rifi, segir gestunum frá fiskvinnslu fyrirtækisins. -
Forsetahjón ásamt Hjálmari Kristjánssyni og sonum hans tveim sem starfa við fyrirtækið. -
Frá málstofu um áskoranir og tækifæri í ferðageiranum í Snæfellsbæ sem efnt var til í gestastofu þjóðgarðsins að Malarrifi. -
Forseti færir Snæfellsbæ gjöf á hátíðarsamkomu í félagsheimilinu Klifi. -
Sigrún Ólafsdóttir og Kristinn Jónasson færa forsetahjónum gjafir frá bæjarfélaginu. -
Spjallað við gesti á samkomunni í félagsheimilinu Klifi.