Opinber heimsókn í Grundarfjarðarbæ
Heimsókn 31.10. 2019. Ljósmyndari: Tómas Freyr Kristjánsson.
-
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðar ásamt forsetahjónum. -
Frá fundi forsetahjóna með bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar. -
Forseti og forsetafrú ásamt bæjarstjórn og bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar. -
Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar, ásamt Alexander Frey sem afhenti gjöf frá skólanum. -
Nemendur við Grunnskóla Grundarfjarðar hlýða á ávarp forseta Íslands. -
Forseti skoðar muni hjá nemendum Grunnskólans í Grundarfirði á sýningunni Menningarmót. -
Heilsað upp á hressan íþróttaáhugamann úr hópi nemenda. -
Forsetahjón ásamt Sigurði Gísla skólastjóra, eiginkonu hans Höllu Karen og nemendum í 1. bekk. -
Heilsað upp á krakka í unglingadeild Grunnskólans í Grundarfirði. -
Forsetahjónin komu við í Eldhömrum, leikskóladeild Grunnskólans í Grundarfirði þar sem nemendur og starfsfólk var uppáklætt í tilefni af hrekkjavöku. -
Forsetahjón ásamt helstu eigendum og stjórnendum fiskverkunar Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði. -
Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri sýnir forsetahjónum fiskverkun G.Run. og hinn glæsilega tækjabúnað. -
Forsetahjón og fleiri ásamt áhöfn Farsæls SH 30 sem gerður er út frá Grundarfirði. -
Forsetahjón og bæjarstjóri heilsa upp á Hafstein Garðarsson hafnarstjóra. -
Forsetafrúin bregður á leik í einum hinna stóru flutningabíla hjá Ragnar og Ásgeiri ehf. -
Eigendur og nokkrir starfsmanna Ragnars og Ásgeirs, flutningafyrirtækis í Grundarfirði. -
Forsetahjón heilsa upp á nemendur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga; lengst til hægri er Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari. -
Frá heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga; hér heilsar forseti upp á fjarnemendur á Patreksfirði. -
Björg bæjarstjóri, Sólrún aðstoðarskólameistari, Hrafnhildur skólameistari og forsetahjón. -
Með skátum og Mörtu Magnúsdóttur skátahöfðingja í Klifurhúsinu í Grundarfirði. -
Heimsókn í Dvalarheimilið Fellaskjól - forsetafrúin spjallar við heimilisfólk. -
Forseti spjallar við heimilisfólk í Dvalarheimilinu Fellaskjóli. -
Málstofa um sjávarútvegsmál í Bæringsstofu í Grundarfirði. -
Forsetahjón og aðrir gestir hlusta á stúlknabandið MÆK flytja nokkur lög á opnu kaffisamsæti í Sögumiðstöðinni. -
Stúlknabandið MÆK og Trausti gítarleikari.