Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2021
-
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2021 hlutu þau Þórdís Rögn Jónsdóttir, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Ari Kvaran, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttir, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. -
Elva Björg Elvarsdóttir, Elva Lísa Sveinsdóttir, Hildur Lovísa Hlynsdóttir, Sara Margrét Jóhannesdóttir og Kristín Rós Sigurðardóttir hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Aukið aðgengi að hugrænni atferlismeðferð (HAM): Hugmynd að borðspili. -
Bjarki Freyr Sveinbjarnarson og Hafþór Hákonarson hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Heilaörvun með nýtingu vefþjóns. -
Ihtisham Ul Haq Shami og Sif Guðjónsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Hreinsun skólps með himnum á Íslandi. -
Bethany Erin Vanderhoof og Þórður Ágúst Karlsson hlutu viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Óróasjáin “Tremv” - Ný forritseining fyrir jarðskjálftakerfið SeisComP. -
Grímur Gunnarsson hlaut viðurkenningu fyrir öndvegisverkefnið Sálfræðileg einkenni íslenskra knattspyrnuiðkenda: Kynning og fræðsla.