Framlínufólk í sóttvörnum heimsótt
Frá heimsókn forsetahjóna í stofnanir og fyrirtæki sem tengjast sóttvarnavinnu.
-
Forsetahjón ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni í starfsstöð rakningarteymis Almannavarna. -
Forseti og forsetafrú hlýða á kynningu Jóhanns B. Skúlasonar á starfsemi rakningarteymisins. -
Fréttamaður RÚV ræðir við forsetahjónin um heimsóknir þeirra til framlínufólks í sóttvarnastarfi. -
Forsetahjón ásamt rakningarteymi Almannavarna, Ölmu Möller landlækni og fleirum. -
Forsetahjón í hópi starfsmanna farsóttarhússins á Rauðarárstíg; við hlið hjónanna standa Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, og Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. -
Kári Stefánsson segir frá aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að baráttunni gegn farsóttarveirum. -
Hádegisverðarfundur hjá Íslenskri erfðagreiningu með Kára Stefánssyni og fleiri stjórnendum fyrirtækisins. -
Páll Gestsson verkfræðingur sýnir forsetahjónum tækjabúnað hjá Íslenskri erfðagreiningu; lengst til hægri stendur Unnur Þorsteinsdóttir, forstöðumaður erfðarannsókna. -
Forsetahjón með Gísla Herjólfssyni, forstjóra Controlant, og fleirum úr hópi stjórnenda fyrirtækisins. -
Forseti og forsetafrú fræðast um gæðavöktunarkerfi Controlant hjá David McCabe teymisstjóra vöktunar- og viðbragðsþjónustu og Ingimar Guðrúnarsyni vöktunarsérfræðingi. -
Erlingur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, sýnir forsetahjónunum hvernig vöktunarbúnaður Controlant getur nýst við flutning á bóluefni. -
Nokkrir af starfsmönnum Controlant segja forsetahjónum frá eftirlitstækjum sem sett eru saman hjá fyrirtækinu í Smáralind. -
Nokkrir af stjórnendum Controlant kveðja forsetahjónin við lok heimsóknar til fyrirtækisins. -
Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri segir frá starfsemi Distica í Garðabæ. -
Birgir Hrafn Hafsteinsson segir frá vörustjórnun og verkferlum hjá innflutningsfyrirtækinu Distica. -
Forsetahjónin ásamt, Júlíu Rós Atladóttur framkvæmdastjóra, Hreggviði Jónssyni stjórnarformanni Veritas og nokkrum af lykilstarfsmönnum Distica í Garðabæ.