Opinber heimsókn í Skaftárhrepp
Frá opinberri heimsókn forseta Íslands til Skaftárhrepps 2. júní 2022.
-
Nýkjörin sveitarstjórn Skaftárhrepps tekur á móti forseta við Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. -
Forseti ræðir við íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum. -
Forseti ásamt starfsliði Klausturhóla á Kirkjubæjarklaustri. -
Forseti ásamt Auðbjörgu Bjarnadóttur, stjórnanda heilsugæslunnar á Kirkjubæjarklaustri, og samstarfsfólki hennar. -
Bjartmar Pétursson og fleiri segja forseta frá starfsemi Klausturbleikju á Teygingalæk á Brunasandi. -
Forseti og Katrín Gunnarsdóttir við komu forseta til Kirkjubæjarskóla. -
Forseti spjallar við nemendur Kirkjubæjarskóla í hádegishléi. -
Nokkrir af starfsmönnum Kirkjubæjarskóla fagna hálfrar aldar afmæli skólans. -
Forseti ásamt nemendum úr unglingadeild Kirkjubæjarskóla. -
Rætt við nýkjörna sveitarstjórnarmenn Skaftárhrepps í fundarsal Kirkjubæjarstofu. -
Hlýtt á kynningar á starfsemi ýmissa stofnana og starfsmanna í Kirkjubæjarstofu. -
Forseti ávarpar málstofu um sóknarfæri í Skaftárhreppi. -
Frá heimsókn í heilsuleikskólann Kærabæ. -
Hörður Davíðsson sýnir forseta öskulög í byrgi hjá Efri-Vik í Landbroti. -
Forseti ásamt starfsfólki Hótels Laka í Landbroti. -
Forseti afhendir Söndru Brá Jóhannsdóttur sveitarstjóra gjöf í á hátíðarsamkomu í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. -
Heilsað upp á tvo fálkaorðuhafa í Kirkjuhvoli, þær Ólafíu Jakobsdóttur og Auðbjörgu Bjarnadóttur. -
Forseti ávarpar hátíðarsamkomu í félagsheimilinu Kirkjuhvoli. -
Frá heimsókn í Mörtungu til hjónanna Guðmundar og Rannveigar þar sem forseti fór í hjólaferð inn á Geirlandsheiði.