Fréttapistill | 12. jan. 2023

Frábær sigur hjá strákunum okkar í kvöld!

Frábær sigur hjá strákunum okkar í kvöld! Ég naut þess að horfa á leikinn með íbúum á Móbergi, dvalarheimilinu góða á Selfossi. Sá bær er mögnuð útungunarstöð öflugra handboltakappa, örugglega nálægt heimsmeti í fjölda landsliðsmanna miðað við fólksfjölda. Lið Íslands bar sorgarband vegna andláts Karls G. Benediktssonar, fyrrverandi leikmanns og landsliðsþjálfara. Blessuð sé minning hans.

Ég þakka íbúum og starfsliði Móbergs gestrisni þeirra og góðvild. Þau senda baráttukveðjur til liðsins okkar úti. Sigurinn í kvöld lofar góðu fyrir framhaldið. Nú er það næsti leikur gegn öflugum Ungverjum á laugardag. Áfram Ísland!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar