Fréttapistill | 21. feb. 2023

Alþjóðadagur móðurmálsins

Ég óska öllum jarðarbúum til hamingju með daginn, alþjóðadag móðurmálsins. Íslenskan fær mitt atkvæði í dag en annars staðar úti í heimi er það eflaust „vote,“ nú eða voto, stemme, stimme, glos, röst, ääni og svo framvegis. Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi tungumála í samfélagi okkar mannfólksins, mikilvægi fjölbreytni og mikilvægi þess að við getum notað okkar eigin tungumál á eigin vettvangi.

Hér heima þurfum við til dæmis að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi og við þurfum að leitast við að fólki, sem hingað flyst að utan, verði bæði gert kleift að læra íslensku og eigið mál frá heimalandinu eftir bestu getu.

Myndin er frá málþingi Tungumálatöfra, um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi, á Ísafirði árið 2021. Eliza hefur tekið virkan þátt í því verkefni.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar