Fréttapistill | 24. feb. 2023

Lýðræðið verður að hafa sigur

Ár er liðið frá innrás Rússlandshers í Úkraínu. Þar kemst friður ekki á fyrr en árásarliðið hverfur á braut. Við hér á Íslandi höfum gert það sem í okkar valdi stendur til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Við höfum tekið á móti flóttafólki, sent vistir út og veitt aðra aðstoð. Lofsverð samstaða Íslendinga með þeim sem ráðist var á mun vara áfram.

Í vikunni sendi ég Selenskí, og úkraínsku þjóðinni allri, samstöðu- og stuðningskveðjur fyrir hönd Íslendinga. Kveðjan verður leikin í úkraínska ríkissjónvarpinu í dag ásamt stuðningsyfirlýsingum fleiri þjóðhöfðingja.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar