Fréttapistill | 03. mars 2023

Gleðilegan alþjóðadag dýralífs!

Gleðilegan alþjóðadag dýralífs, öll sömul! Hér við Bessastaði spóka selir sig gjarnan og gleðja bæði gesti og okkur ábúendur. Ýmsar rannsóknir sýna að návist við dýr hafi jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu. Við þurfum að huga vel að sál og líkama. Til þess eru ýmsar leiðir. Ég vil því minna á Íslensku lýðheilsuverðlaunin, sem nú hefur verið stofnað til, og hvetja fólk til að benda á einstaklinga, félög eða stofnanir sem eiga þá viðurkenningu skilið fyrir mikilsvert lýðheilsustarf. Slóðin fyrir tillögur er www.lydheilsuverdlaun.is.
Góða helgi.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar