Fréttapistill | 06. maí 2023

Krýning konungs

Við Eliza sóttum í dag krýningu Karls III. Bretakonungs og Kamillu drottningar í Westminster Abbey í Lundúnum. Á þeim stað var Vilhjálmur sigursæli, eða Vilhjálmur bastarður eins og hann er nefndur í Heimskringlu, krýndur konungur árið 1066, fyrstur manna. Síðan hafa konungar og drottningar orðið þess heiðurs aðnjótandi í Westminster. Þegar Elísabet II. var krýnd árið 1953 var Agnar Kl. Jónsson sendiherra fulltrúi lýðveldisins Íslands en nú kom það í hlut okkar hjóna. Athöfnin var virðuleg og merk á alla lund, tónlist, söngur og messugjörð, að ekki sé minnst á krýninguna sjálfa. Sinn er siður í landi hverju.

Ég færi Karli og Kamillu heillaóskir, og íbúum Stóra-Bretlands og Samveldisins sömuleiðis.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta.

  • Ljósmynd/Sendiráð Íslands í London
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar