Fréttapistill | 01. sep. 2023

Forsetahlaupið framundan

Ég er nú staddur í Vesturbyggð og sinni hér ýmsum embættisverkum sem nánar verður sagt frá síðar. Á morgun fer Forsetahlaup UMFÍ fram hér á Patreksfirði. Þetta er í annað sinn sem forsetahlaup UMFÍ er haldið, en riðið var á vaðið á Álftanesi í fyrra í einmuna blíðu. Nú er annað í kortunum því fyrsta haustlægðin nálgast landið ört með öflugri vestanátt. En þegar á móti blæs er stundum best að tala í sig kjark! Ég hvet þau sem eru á staðnum og hafa tök á því að hlaupa með okkur frá íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði kl. 10 í fyrramálið og hafa gaman af. Ókeypis verður í sund á eftir fyrir þátttakendur. Gerum svo þær ráðstafanir sem þarf til að veðrið valdi engum skaða. Góða helgi, öll sömul!

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 1. september 2023.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar