Fréttapistill | 27. nóv. 2023

Reykjavík, hvað ætlar þú að verða?

Reykjavík, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert orðin stór? Þannig söng Spilverk þjóðanna í mínu ungdæmi. Þá bjó meirihluti borgarbúa vestan Elliðaáa, borgarmörkin þóttu jafnvel liggja við Ártúnsbrekkuna. Þá var örlítill hluti íbúanna af erlendu bergi brotinn. Nú er öldin önnur, allt önnur.

Í opinberri heimsókn í síðustu viku hlotnaðist okkur Elizu sá heiður og ánægja að kynnast menningu og mannlífi í nýrri byggðum Reykjavíkur, austan Elliðaáa, og fræðast um leið um framtíðarsýn íbúa og stjórnvalda. Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum borgarbúum velfarnaðar og landsmönnum öllum. Reykjavík er höfuðborg okkar allra, með þeirri einstöku stöðu og ábyrgð sem því fylgir. Nánar má lesa um opinbera heimsókn okkar til höfuðborgarinnar á vefsíðu embættisins.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 27. nóvember 2023.

  • Með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Örnu Dögg Einarsdóttur, eiginkonu hans, í Austurbergi í Breiðholti á fundi með 800 unglingum úr öllum grunnskólum Breiðholts. Ljósmynd: Róbert Reynisson
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar