Fréttapistill | 01. feb. 2024

Merk tímamót

Í dag eru merk tímamót í sögu lands og þjóðar, 120 ár frá því að Íslendingar fengu heimastjórn og framkvæmdavald fluttist hingað frá Danmörku. Stjórnarráð Íslands var stofnað og Hannes Hafstein varð ráðherra Íslands. Þessi umbylting í stjórnskipun landsins var ein forsenda framfara hér en meira þurfti til, erlent fjármagn, erlendar nýjungar og innlendan eldmóð, ekki síst þann sem kallaðist ungmennafélagsandi. Hann snerist um þá viðleitni að efla sjálfan sig og auka um leið þann styrk sem liggur í samtakamætti fjöldans. Á þessu byggjum við enn í dag.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 1. febrúar 2024.

  • Þingsetning á fyrstu árum heimastjórnarinnar. Hannes Hafstein, sr. Árni Jónsson á Skútustöðum, Júlíus Havsteen og Lárus Bjarnason. Dómkirkjan í baksýn. Hannes klæddur embættisfötum og heilsar almenningi.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar