Fréttapistill | 22. maí 2024

Finnar höfðingjar heim að sækja

Að vanda eru Finnar höfðingjar heim að sækja. Í Helsinki átti ég fund með Alexander Stubb sem tók við embætti forseta Finnlands fyrr á árinu. Við ræddum farsælt samstarf Íslendinga og Finna í áranna rás, norræna samvinnu og rakti Stubb jafnframt sjónarmið Finna í varnar- og öryggismálum.

Frá höfuðborginni lá leiðin til Oulu í norðurhluta landsins. Við hátíðlega athöfn í háskólanum þar var ég gerður að heiðursdoktor og þykir mér að sjálfsögðu vænt um þann sóma. Ræður voru þar til jafns á finnsku og ensku og í þakkarávarpi lagði ég meðal annars áherslu á mikilvægi vísindalegra rannsókna í samfélaginu, sérfræðiþekkingar og viðurkenndra rannsóknaraðferða. Öllum þeim atbeina yrði þó að fylgja gagnrýnin hugsun, efahyggja og virðing fyrir ólíkum skoðunum. Erindi mitt í heild og frekari fregnir af Finnlandsferðinni má lesa á vefsíðu embættisins.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 22. maí 2024.

  • Frá heiðursdoktorsathöfn við Háskólann í Oulu í Finnlandi. Ljósmynd: Háskólinn í Oulu.
  • Frá heiðursdoktorsathöfn við Háskólann í Oulu í Finnlandi. Ljósmynd: Háskólinn í Oulu.
  • Fundur með Alexander Stubb, forseta Finnlands. Ljósmynd: TPKanslia/Matti Porre
  • Fundur með Alexander Stubb, forseta Finnlands. Ljósmynd: TPKanslia/Matti Porre
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar