• Eyjólfur Eyjólfsson, Árni Grétarsson, Geir Hilmar Oddgeirsson, Ninja Ómarsdóttir, Brynjar Sveinbjörnsson, Steve Christer, Árni Sigurjónsson, forseti Íslands, Sigurður Hannesson, Stefán Sigurðsson, Magnús J. Magnússon, Örn Þór Halldórsson, Birkir Snær Einarsson, Ástríður Birna Árnadóttir, Aðalheiður Dóra Þórólfsdóttir og Ásgeir Freyr Ásgeirsson.
  • Sófinn Mói er hannaður af Aðalheiði Dóru Þórólfsdóttur og framleitt hjá Zenus. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • E-60 Lounge stóllinn er hannaður af Birki Snæ Einarssyni og framleiddur hjá Sólóhúsgögnum. Innskotsborðið er einnig frá Sólóhúsgögnum. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Multi vasar og skálar eru hannaðar af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir Fólk Reykjavík. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Sófasettið Mói er hannað af Aðalheiði Dóru Þórólfsdóttur og framleitt hjá Zenus. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Borðið Arkitýpa #2 er hannað af Karítas Möller og Ástríði Birnu Árnadóttur. Hráefnið er endurnýttur marmari úr byggingariðnaði. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Stóllinn Þórshamar er hannaður af Halldóri Hjálmarssyni, húsgagna- og innanhússarkitekt (1927-2019) árið 1961. Framleiðandi stólanna er Random Ark. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Multi vasar og skálar eru hannaðar af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir Fólk Reykjavík. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Stóllinn og borðið Geir eru hönnuð hjá Studio Granda. Framleiðandi er Axis. Geir er framleiddur úr íslensku birki, sauðskinni, ull og grágrýti. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Endurunnið textílborð er hannað af Jóni Helga Hólmgeirssyni fyrir Fólk Reykjavík. Lifandi hlutir eru hannaðir af Ólínu Rögnudóttur fyrir Fólk Reykjavík. Um er að ræða margnota hluti sem geta verið allt í senn blómavasi, kertastjaki, bókastoð og skúlptúr. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Lampinn Form er hannaður af Theodóru Alfreðsdóttur fyrir Fólk Reykjavík. Lampinn er gerður úr tveimur náttúrulegum hráefnum, marmara og áli. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson.
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Fréttir | 08. sep. 2022

Íslensk hönnun á Bessastöðum

Forseti tekur við íslenskum húsgögnum og munum sem verða til sýnis og notkunar á Bessastöðum. Húsgögnin, sem eru verk íslenskra hönnuða og framleidd á vegum íslenskra fyrirtækja, voru afhent á grundvelli samkomulags við Samtök iðnaðarins og í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Frá árinu 2019 hefur íslensk hönnun og húsgagnagerð verið í öndvegi í suðurstofu Bessastaða. Íva Rut Viðarsdóttir innanhússarkitekt valdi húsgögnin og munina úr þeim tillögum sem bárust frá hönnuðum og framleiðendum og skipulagði rýmið. Við valið var haft í huga að sýna þá miklu fjölbreytni sem einkennir íslenskt handverk og hönnun, auk þess sem litið var til sjálfbærni og hringrásarhugsunar. Áformað er að þessi nýja innsetning vari í þrjú ár. 

Gestir Bessastaða geta nálgast upplýsingar á íslensku og ensku um húsgögnin og munina með því að skanna inn QR-kóða sem vísar á upplýsingasíðuna Í öndvegi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar